18. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. nóvember 2023 kl. 09:05


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:05

Orri Páll Jóhannsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 16. og 17. fundar samþykktar.

2) 315. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2024–2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028 Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Aðalstein Óskarsson og Sigríði Ó. Kristjánsdóttur frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Örnu Láru Jónsdóttur frá Ísafjarðarbæ, Ólaf Þór Ólafsson frá Tálknafjarðarhreppi, Þórdísi Sif Sigurðardóttur frá Vesturbyggð, Braga Þór Thoroddsen og Kjartan Geir Karlsson frá Súðavíkurhreppi og Evu Sigurbjörnsdóttur og Arinbjörn Bernharðsson frá Árneshreppi.
Aðalsteinn Óskarsson og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þá komu á fund nefndarinnar Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Haraldur Sigurðsson frá Reykjavíkurborg.

Að lokum komu Björg Eva Erlendsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir frá Landvernd.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneyti. Nánar tiltekið óskaði nefndin eftir upplýsingum um kostnaðarhlutdeild ríkis og sveitarfélaga vegna hafnarframkvæmda og dýpkunar í höfnum. Auk þess ákvað nefndin að óska eftir upplýsingum um nýja Breiðafjarðarferju og hvort það skip verði með nægjanlega haffærni til þess að sinna áætlunarsiglingum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.

Þá samþykkti nefndin með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti um áform og stöðu tilraunaverkefnis í rekstri sjúkraþyrlna.

3) Beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd um upplýsingar um efnistökuáform Kl. 11:00
Nefndin ákvað á grundvelli 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneyti um efnistökuáform á hafsvæðinu milli Íslands og Noregs. Nefndin óskaði eftir nánari upplýsingum um samskipti vegna bréfs frá ráðuneytinu, dags. 26. janúar 2023, ásamt upplýsingum um samráð innan Stjórnarráðs Íslands, þ.e. hvort og hvernig ráðuneytið ráðfærði sig við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og matvælaráðuneyti við að móta þá afstöðu sem fram kemur í bréfinu.

Þá samþykkti nefndin með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti um hvort samskipti hafi átt sér stað milli norskra og íslenskra stjórnvalda á grundvelli umhverfismats framkvæmda sem hafa áhrif yfir landamæri og hvort unnið sé að einhverjum frekari viðbrögðum við málinu.

4) Önnur mál Kl. 11:23
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:23